Atli Helgason höfðar einkarefsimál gegn forstjóra Fangelsismálastofnunar: „Vegna langvarandi eineltis og pyntinga“

Lögfræðingurinn Atli Helgason, sem var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni, hefur ákveðið að höfða einkarefsimál gegn Páli Agi Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, vegna afbrota sem Atli segir að forstjórinn hafi framið um árabil í formi langvarandi eineltis „og pyntinga í skjóli valds.“

„Um er að ræða stofnanir og embætti sem starfa ekki eftir leyfi borga. Sönnunargögn eru oft á tíðum fremur ótrúleg.“

Þá segir Atli að hann standi ekki einn að málarekstrinum heldur einnig maður sem var að sögn Atla „vistaður ólöglega í fangelsi.“

Stendur að þessu ásamt sterkum hópi fólks

„Við höfum ákveðið að láta reyna á þessa leið sem eina úrræði borgara til ná foræði yfir málum þar sem umboðsmenn stjórnvalda hafa brotið á íslenskum ríkisborgurum. Ég hef, ásamt sterkum hópi fólks, unnið að málefnum frelsisviptra, barna, fatlaðra og fjölskyldufólks sem eiga það sameiginlega að hafa stöðu fórnarlamba ómannúðlegar meðferðar umboðsmanna stjórnvalda. Um er að ræða stofnanir og embætti sem starfa ekki eftir leyfi borga. Sönnunargögn eru oft á tíðum fremur ótrúleg.“

Þá segist Atli vinna málið ásamt sterkum hópi fólks sem hefur ásamt honum unnið að málefnum frelsisviptra, barna, fatlaðra og fjölskyldufólks sem eiga það sameiginlega að hafa stöðu fórnarlamba ómannúðlegar meðferðar umboðsmanna stjórnvalda.

Nútímanum barst bréf frá Atla í tengslum við einkarefsimál sem hann nú höfðar þar sem hann útskýrir ákvörðun sína. Hér er það í heild sinni.

Bréf Atla Helgasonar:

Ég, ásamt manni sem vistaður er ólöglega í fangelsi, hef ákveðið að höfða einkarefsimál á hendur Páli Agli Winkel , forstjóra fangelsismálstofnunar, vegna afbrota sem við teljum að forstjórinn hafi framið um árabil í formi langvarandi eineltis og pyntinga í skjóli valds. Hefur Páll bæði tekið sér löggjafarvald og dómsvald sem hann hefur beitt í leyni fyrir þeim sem ætlað er tiltekið valdhlutverk sem Páll tók sér. Við höfum ákveðið að láta reyna á þessa leið sem eina úrræði borgara til ná foræði yfir málum þar sem umboðsmenn stjórnvalda hafa brotið á íslenskum ríkisborgurum.

Ég hef annast mál umrædds manns, sem fanga, um áraraðir en hann hefur sætt svívirðilegri meðferð og einangrandi lífi og þurft að þola raunir sem leitt hafa til líkamlegs og andlegs niðurbrots. Það yrði Íslendingum eflaust áfall að fá vitneskju um hversu langt þjónar ríkisvaldsins eru tilbúnir að ganga gegn þegnum landsins sem þó eru húsbændur hinna brotlegu. Fanginn hefur þurft að þola flest það sem má hugsa sér og ómannúðleg valdníðsla ein getur leitt af sér. Um er að ræða aðila sem fellur undir þjóðréttarskuldbindingar Íslands samkvæmt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ákvæði íslenskra afleiddra laga.

Ég fer með borgaralegt velferðarumboð fyrir manninn og gegni hlutverki talamanns, umboðsmanns og þá um leið málflytjanda. Um er að ræða umboð sem stjórnvöld hafa ekki forræði á. Málflutningsleyfi mitt byggir á réttindum hans til að tjá sig með þeim hætti sem hann best treystir og hefur hann um það sjálfstætt val að þjóðarétti og skv. 1. gr. 76. gr. stjórnarskrárinna. Málið er m.a. rekið á grundvelli þeirrar greinar. Við munum flytja málið í sameiningu og fær maðurinn þá tækifæri til að spyrja Pál, og vitni, um það sem aldrei hefur náð eyrum þeirra.

Ég hef, ásamt sterkum hópi fólks, unnið að málefnum frelsisviptra, barna, fatlaðra og fjölskyldufólks sem eiga það sameiginlega að hafa stöðu fórnarlamba ómannúðlegar meðferðar umboðsmanna stjórnvalda. Um er að ræða stofnanir og embætti sem starfa ekki eftir leyfi borga. Sönnunargögn eru oft á tíðum fremur ótrúleg.

Þar sem gamalt sakamál mitt mun án efa verða í sviðsljósinu þá vil ég það eitt um málið segja að þessi leið, sem við nú höfum valið, væri ekki uppi á borðinu nema vegna þeirrar reynslu sem ég þá hlaut. Ég lít á þessa málshöfðun sem lið í tilraunum mínum til að bæta fyrir það brot sem ég einn á sök á.Annars hvet ég fólk sem þekkir álíka raunir til að leita raunhæfra leiða sem sannarlega standa öllum til boða.

Kveðja, Atli Helgason, lögfr.

Auglýsing

læk

Instagram