Auglýsing

„But You Don’t Hear Me Tho“

Fréttir

Síðastliðinn föstudag (8. desember) gaf taktsmiðurinn Statik Selektah út plötuna 8. Samdægurs – og í tilefni útgáfunnar – gaf pródúsentinn einnig út myndband við lagið But You Don’t Hear Me Tho á Youtube en lagið skartar The LOX og Mtume (sjá hér fyrir ofan). Silkimjúkt lag hér á ferð sem býr jafnframt yfir sterkum „Old-School“ anda.

Ýmsar goðsagnakenndar fígúrur bregða jafnframt fyrir í myndbandinu, þar á meðal Joey Bada$$, DJ Premier og Lord Finesse, ásamt þeim Buckwild, Westside Gunn og Conway.

Platan inniheldur 18 lög og skartar góðum gestum á borð við Run the Jewels, Action Bronson, Wale, o.fl. Mælir SKE heilshugar með plötunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing