Baltasar breytti Eiðinum eftir að myndin var forsýnd

Ef þú hefur ekki séð Eiðinn og vilt ekkert vita um myndina áður en þú sérð hana skaltu ekki lesa þessa frétt. Smelltu frekar hér og horfðu á fyndnasta myndband helgarinnar.

Baltasar Kormákur breytti endinum á Eiðinum eftir að myndin var forsýnd á þriðjudaginn í síðustu viku. Tómas Valgeirsson, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, benti á þetta á Facebook-síðu sinni og Baltasar hefur staðfest þetta í frétt á Vísi.

„Mér fannst eftir forsýningu hann ekki bæta neinu við,“ segir Baltasar á Vísi um endinn sem gestir á forsýningunni fengu að sjá. Um er að ræða ákveðna eftirmála sögunnar sem Baltasar ákvað að taka út eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti með áhorfendum.

„Vegna smæðar íslenska markaðarins þá er ekki hægt að skoða myndir með fullum sal af áhorfendum líkt og oft gert er erlendis,“ segir Baltasar á Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram