Beckham hjónin hafa ekki áhuga á íbúðum á Hafnartorgi: „Undarleg markaðssetning að skrökva íbúðarkaupum upp á þekkt fólk“

Svo virðist sem að ekkert sé til í þeim fréttum að þau David og Victoria Beckham hafi skoðað íbúð á Hafnartorgi í Reykjavík. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona fjárfestisins Björgólfs Tors Björgólfssonar, staðfesti það í gær.

Greint var frá því á vef Smartlands Mörtu Maríu á mbl.is að hjónin væru að skoða íbúðir á svæðinu. Egill Helgason vitnaði í fréttina í færslu á Eyjunni í gær en dræm sala hefur verið á lúxusíbúðunum.

Ragnhildur skrifaði athugasemd við færslu Egils og sagði að ekkert væri til í þessum fréttum. „Það er undarleg markaðssetning að skrökva íbúðarkaupum upp á þekkt fólk, í þeirri von að eftirspurnin aukist,“ skrifar Ragnhildur.

Ragnhildur staðfestir í samtali við Vísi að hún fengið það staðfest frá Björgólfi Thor að hjónin væru ekki að skoða íbúðir á Hafnartorgi en Björgólfur og Beckham eru góðir vinir.

Fréttin um áhuga hjónanna hefur nú verið fjarlægð af vef Smartlands.

Auglýsing

læk

Instagram