Benedict Cumberbatch djammar með Sigur Rós í Hörpu

Auglýsing

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch er staddur hér á landi og Hollywood-leikstjórinn Darren Aronofsky líka. Þeir djömmuðu með hljómsveitinni Sigur Rós í Hörpu í gærkvöldi en verið var að fagna lokum á tónlistarhátíðinni Norður og niður.

Partíið fór fram á bar í Hörpu sem flestir kalla „pizzusneiðina“ og er nokkuð skemmtilega falinn á fjórðu hæð hússins. Fjölmennt var í partíinu en tónlistarhátíð Sigur Rósar þótti afar vel heppnuð og lokatónleikar hljómsveitarinnar þóttu ekkert minna en stórkostlegir.

Heimildir Nútímans herma að Benedict og Darren hafi kynnst í partíinu í kvöld og kynnt sig og sína fyrir hvor öðrum þar. Darren Aronofsky þekkir vel til hér á landi en hann leikstýrði Russell Crowe í kvikmyndinni Noah árið 2012. Ári síðar sneri hann aftur til landsins og styrkti Náttúruverndarsamtök Íslands. Það ætti því ekki að koma á óvart að hann var í slagtogi með Andra Snæ Magnasyni í partíinu.

Benedict er mikill aðdáandi Sigur Rósar en ekki eins reglulegur gestur hér á landi og Darren. Benedict sást á Klapparstíg í dag í fylgd með ónefndri konu áður en hann fór út á djammið í kvöld.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram