Bensín- og dísilbílar bannaðir í Amsterdam frá árinu 2030

Akstur bensín- og dísilbíla verður bannaður á borgarsvæði Amsterdam frá og með árinu 2030. Þetta var samþykkt í borgjarstjórn Amsterdam en í rökstuðningi segir að loftmengun sé á því stigi í dag að hún stytti lífslíkur íbúa sem nemur um einu ári.

Þá verður hætt akstri strætisvagna og sporvagna sem losa bensín eða dísil frá árin 2022 og árið 2025 verða létt bif­hjól, skell­inöðrur bannaðar í Amster­dam og einnig bát­ar sem menga á sama hátt.

Svipuð áform eru í gangi í öðrum evrópskum stórborgum en í Kaupmannahöfn vilja yfirvöld einnig að slíkt bann verði árið 2030.

Auglýsing

læk

Instagram