Auglýsing

„Be Nice“ feat. Snoop Dogg

Fréttir

Helgina 21. til 23. júní fer tónlistarhátíðin Secret Solstice fram í Laugardalnum í Reykjavík. 

Nánar: https://secretsolstice.is/

Meðal þeirra sem troða upp er bandaríska hljómsveitin Black Eyed Peas en í aðdraganda hátíðarinnar hefur sveitin gefið út nýtt lag og myndband (sjá hér að ofan). Lagið ber titilinn Be Nice og eins og sjá má kemur rapparinn Snoop Dogg við sögu í laginu. 

Þó svo að lagið sé gefið út undir því yfirskini að hér sé nýtt Black Eyed Peas lag á ferðinni—þá er það kannski ekki alveg rétt; lagið samdi nefnilega lagahöfundurinn Adam Friedman en hann flutti lagið í bandaríska raunveruleikaþættinum Songland sem fór í loftið 28. maí síðastliðinn. 

Í þættinum gefast upprennandi lagahöfundum kostur á að flytja lög sín fyrir nafntogaða listamenn (gestadómara) og ef svo vill till að viðkomandi listamaður heillast af lagasmíðinni gefur hann lagið út undir eigin formerkjum (sumsé, setur lagið í eigin búning). Sú var raunin með lagið Be Nice sem Friedman flutti fyrir Will.I.Am, forsprakka Black Eyed Peas, í öðrum þætti seríunnar. Svo virðist sem svo að Will.I.Am hafi þegar hlýtt á lagið og fallið fyrir því í ljósi þess að myndband Black Eyed Peas við lagið Be Nice var frumsýnd stuttu eftir að þættinum lauk. 

Ekki eru allir sáttir með útgáfu Black Eyed Peas á laginu. Í athugasemdakerfi Youtube, sem og á Twitter, hafa margir lýst því yfir að upprunalega útgáfa lagsins sé betri. Hér fyrir neðan geta lesendur horft á upprunalega lagið Be Nice í flutningi Adam Friedman. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing