today-is-a-good-day

Berglind Festival rannsakaði hvenær á að skreyta jólatréð: „Maður á að setja það upp fyrr og njóta þess lengur“

Berglind Festival er komin í jólaskapið. Hún spjallaði við hresst jólafólk í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV á föstudagskvöldið og komst meðal annars að því hvað er það helsta sem fer úrskeiðis á jólunum og rannsakaði hvenær á að setja upp og skreyta jólatré.

Berglind ræddi við jólasérfræðinginn Bergþór Pálsson sem sagði að það helsta sem gæti farið úrskeiðis væri ef að steikin myndi brenna. Hann varaði við því að setja upp jólatré of snemma og sagði að hann myndi aldrei borða KFC á jólunum.

Stjörnuparið Viktoría Hermanns og Sóli Hólm ræddu svo hvenær á að setja jólatréð upp en þau eru ekki alveg sammála um hvenær tréið fer upp á þeirra heimili.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram