Auglýsing

Vefsíða Herjólfs hrundi þegar miðasala á Þjóðhátíð hófst

Vefsíða Herjólfs hrundi fljótlega eftir að forsala á Þjóðhátíð opnaði í dag með miklum fagnaðarlátum en hátíðinni hefur verið aflýst síðustu tvö ár.

RÚV greinir frá þessu en þar að sögn Hörðs Orra Grettissonar, framkvæmdarstjóra Herjólfs ohf., hefur vefsíðan hrunið þegar miðasala opnar tíu ár í röð. Segist Hörður finna fyrir gríðarlegri tilhlökkun fyrir hátíðinni þetta árið.

Hörður er einnig formaður Þjóðhátíðarnefndar og reiknar hann með miklum fjölda á hátíðinni í ár. Þó séu færri miðar í sölu þar sem töluverður fjöldi sem keypti miða á Þjóðhátíð í fyrra flutti miðann yfir á hátíðina í ár.

Tón­list­ar­kon­an Bríet og tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens eru á meðal þeirra sem munu troða upp í Herjólfs­dal í ár. Auk þeirra munu Emm­sjé Gauti, Reykja­vík­ur­dæt­ur, Flott og Hips­um­haps koma fram.

Miðasala fer fram á Dal­ur­inn.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing