Beyoncé og Jay-Z festust uppi á sviði á tónleikum um helgina

Auglýsing

Stórstjörnurnar Beyoncé og Jay-Z eru á tónleikaferðalagi um Evrópu þessa dagana. Vel hefur gengið hjá þeim hjónum en á tónleikum í Varsjá í Póllandi á laugardaginn lentu þau þó í örlitlum vandræðum þegar fljótandi svið sem þau stóðu á bilaði. Þau hjón sátu því föst þar til aðstoðarmenn komu með stiga til að hjálpa þeim niður.

Samkvæmt tónleikagesti sem fangaði atvikið á myndband þurfti sex manns til að aðstoða hjónin.

Aðdáendur tóku eftir að því að eitthvað var að þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla en þau hjón voru ennþá á sviðinu.

Hér sést Beyoncé reyna að fara niður lítinn stiga en hún var í hælaskóm sem gerði henni erfitt fyrir

Auglýsing

Beyoncé er þó vön allskonar óhöppum á sviði og heldur alltaf áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Þær systur Beyoncé og Solange duttu á sviðinu á Coachella í apríl

https://twitter.com/yonce_updates/status/988129212375715841

Á tónleikum árið 2013 þurfti Beyoncé hjálp lífvarðar síns Juliusar, þegar hárið á henni flæktist í viftu meðan hún söng lagið Halo

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram