Bjó til dagatal með myndum af sjálfri sér fyrir fjölskyldu og vini: „Ég á ekki krónu nema þær sem ég finn í sófanum mínum“

Ásdís María Viðarsdóttir er námsmaður í Berlín í Þýskalandi og líkt og margir aðrir námsmenn á hennar aldri á hún ekki mikinn pening á milli handanna. Ásdís segir að allir hennar bestu vinir séu á sama báti og því hafi þau brugðið á það ráð fyrir jólin að gefa myndir af hvor öðru í jólagjöf. Ásdís gekk skrefinu lengra og bjó til dagatal sem hún myndskreytti með myndum af sjálfri sér.

Sjá einnig: Erlingur ætlar að framleiða dagatal með myndum af rangeygðum stjórnmálamönnum: „Jólagjöfin í ár“

„Ég á ekki krónu nema þær sem ég finn í sófanum mínum. Ég án gríns veit ekki alveg hvað ég var að pæla en mér fannst þetta fyndið,“ segir Ásdís. Hún fékk vinkonu sína Maríu Guðjohnsen í lið með sér en hún tók og vann myndirnar.

„María er snillingur,“ segir Ásdís og bætir því við að viðbrögðin við gjöfinni hafi verið mjög góð, sem betur fer hafi fjölskyldunni fundist þetta fyndið líka.

Auglýsing

læk

Instagram