Bjóða upp á pappírspoka í stað plasts fyrir grænmeti og ávexti

Matvöruverslunarkeðjan SUPER1 hefur ákveðið að bjóða upp á pappírspoka fyrir grænmeti og ávexti í þremur verslunum sínum. Verslanirnar hófu að nota pappírspoka 15. júní og hefur það vakið mikla lukku meðal viðskiptavina.

Er þetta liður í því að minnka notkun á plasti og markmið verslananna er að hætta alveg notkun plastpoka, umhverfinu til heilla. SUPER1 hvetur viðskiptavini þó til þess að sleppa pokum alfarið undir lausavörur.

„SUPER1 hvetur alla viðskiptavini sína til að fylgja þeirri stefnu og einnig eru birgjar hvattir til að stilla umbúðanotkun í hóf eða alfarið sleppa þeim ef eðli vörunnar býður upp á það,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Auglýsing

læk

Instagram