Björk kemur fram á Iceland Airwaves

Auglýsing

Björk Guðmundsdóttir kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.

Þetta verða þriðju tónleikar Bjarkar á þessu ári og jafnframt þeir síðustu. Hún kom fram á tveimur tónleikum í London á dögunum þar sem hún fékk virkilega góða dóma fyrir frammistöðu sína.

Björk þurfti að aflýsa tónleikum sínum á Iceland Airwaves í fyrra af óviðráðanlegum ástæðum. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. nóvember klukkan 17. Miðasala hefst mánudaginn 3. október klukkan tíu á harpa.is og trix.is

Þau sem hafa þegar keypt miða á Iceland Airwaves geta keypt miða á tónleika Bjarkar á hátíðinni í sérstakri forsölu fimmtudaginn 29. september. Þau fá sendan hlekk á forsöluna að morgni fimmtudags.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram