today-is-a-good-day

Björn Ingi stofnar nýjan vefmiðil: „Kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil“

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur stofnað nýjan vefmiðil. Hann greindi frá því á Facebook að vefurinn Viljinn.is opni formlega á næstu dögum. Þetta kemur fram á Kjarnanum í dag.

Björn Ingi er ritstjóri miðilsins en útgefandi er Hrafn Björnsson. Á heimasíðu miðilsins segir að nú séu uppi kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. Miðillinn muni veita almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu.

Sjá einnig: Björn Ingi hættir í kjölfar kaupa Frjálsrar fjölmiðlunar á Pressunni og ætlar að taka sér frí

„Íslenskir fjölmiðlar keppast flestir um að segja fyrst frá sömu fréttunum í stað þess að leggja áherslu á túlkun, ályktanir og úrvinnslu. Fyrir vikið verður umræðan stundum yfirborðskennd og meira um upphrópanir og stóryrði, en málefni og staðreyndir,“ segir á vefsíðu Viljans.

Þar segir enn fremur að miðillinn muni hafa skoðanir á málunum, vilji að hugað sé betur að eldri borgurum og barnafjölskyldum og að gömlum og góðum gildum. Þá telji miðillinn að gera þurfi stórátak í húsnæðismálum til að skapa sátt milli kynslóða.

„Viljinn er öðrum þræði hugveita fyrir áhugaverðar tillögur um það sem betur má fara og mun m.a. gangast fyrir ráðstefnum, skoðanakönnunum og fleiru.“

Auglýsing

læk

Instagram