Þorbjörn Þórðarson hjólar í íslenska fjölmiðla en eyddi svo tístinu

Fréttamaðurinn fyrrverandi og núverandi skæruliði Samherja, lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson, gagnrýnir starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla sem hann segir einfaldlega ómannúðlegt. Álagið á Stöð 2, þar sem Þorbjörn starfaði í áratug, hafi verið slíkt að vaktirnar þar séu af starfsfólki kallaðar „ofbeldisvaktir.“

Þorbjörn tísti um upplifun sína í fréttamannastarfinu og segir sig skorta orð til að lýsa ómanneskjulegu fjölmiðlaumhverfinu hér á landi.

„Ég starfaði í fjölmiðlum í 11 og 1/2 ár. Þar af áratug á Stöð 2 frá 2009-2019. Mig skorti orð til að lýsa fámennri fréttavakt undir ómanneskjulegu álagi. Einn núverandi fréttamaður kom með frábærlega lýsandi orð í samtali okkar í gær. Hann kallar slíkar vaktir „ofbeldisvaktir“,“ segir Þorbjörn.

Þorbjörn sagði starfi sínu lausu á fréttastofu Stöðvar 2 og sagði við það tilefni að hann ætlaði að hefja störf á nýrri lögmannsstofu. Nokkrum mánuðum síðar var hann kominn til starfa fyrir samherja þar sem hann hefur verið einn af lykilmönnum í svokallaðri Skæruliðadeild útgerðarfyrirtækisins sem hefur haft það meginhlutverk að koma höggi á fyrrum samstarfsmenn Þorbjörns í fjölmiðlastéttinni. Hann stóð meðal annars að baki kæru á hendur 11 starfsmann RÚV til siðanefndar stofunarinnar en Þorbjörn tók saman gögn um suma starfsmennina sem kærðir voru.

Það var Óskar nokkur sem vakti athygli á nýjasta tísti Þorbjörns þar sem fréttamaðurinn fyrrverandi gagnrýnir starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla. Óskar gagnrýnir tístið:

„Gaur, þú ert að vinna fyrir Samherja við að þrengja enn frekar að blaðamannastéttinni og frelsi þeirra til að vinna vinnuna sína. Þú færð ekki að kvarta undan starfsumhverfi blaðamanna,“ segir Óskar.

 

Auglýsing

læk

Instagram