Blómapottar leikskólabarna í Laugardal eyðilagðir: „Þau voru búin að sá fræjum og fylgjast með“

Leikskólastjóri á Hofi við Gullteig í Reykjavík segir aðkomuna í Laugardalnum hafi verið skelfilega eftir helgina. Búið var að brjóta blómapotta sem börnin hafa sjálf verið að vinna að og planta í. Þetta kemur fram á RÚV.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst á fimmtudag og lauk á sunnudag. Hún fór fram í Laugardal, í nágrenni við leikskólann. „Það er mjög sorglegt, þeim finnst það náttúrulega mjög leiðinlegt. Þau eru búin að sá fræjum og fylgjast með blómunum koma upp og planta þeim út og sjá þau blómstra og svo er allt í rúst,“ segir Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri, í samtali við RÚV.

Særún segir að aðkoman að leikskólanum hafi verið skárri en hún bjóst við og telur jafnvel að foreldrar barnanna hafi gripið til þess ráðs að þrífa lóðina sjálfir í gær.

Aðra sögu hafi aftur á móti verið að segja um sjálfan Laugardalinn, þar var aðkoman öllu verri að mati Særúnar. „Hún var hræðileg,“ segir hún og bætir við að rusl og dral hafi verið út um allt; umbúðir utan af fíkniefnum, bjórdósir og glös.

Auglýsing

læk

Instagram