Bubbi skiptir um skoðun: „Í fótbolta sérðu heiðarleika og drengskap“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vakti athygli í gær þegar hann tísti um það að fótbolti væri heimsk íþrótt sem að veki upp það versta í karmlmönnum. Það var allt annar tónn í honum í dag þar sem hann tísti um að fótbolti væri gáfuð íþrótt sem vekur upp það besta í karlmönnum.

Sjá einnig: Bubbi um fótbolta: ,,Heimsk íþrótt sem vekur upp það versta í karlmönnum”

Bubbi er þekktur fyrir að grínast á Twitter og hann náði að skapa töluverða umræðu með tísti sínu í gær. Hann virðist hafa skipt um skoðun á íþróttinni eftir 2-1 sigur Íslendinga á Tyrkjum. Það er þó erfitt að segja til um hvort tístið sýni raunverulega skoðun Bubba, eða hvort þau séu bæði grín.

,,Fótbolti er gáfuð íþrótt og vekur upp það besta í karlmönnum ég kýs frekar horfa á fótbolta en MMA eða Hnefaleika sem kalla það versta fram í fólki. Í fôtbolta sérðu heiðarleika og drengskap sem eru afar mikilvæg skilaboð í heimi sem versnadi fer,“ skrifar Bubbi á Twitter í dag.

Auglýsing

læk

Instagram