Búið að ráða í öll hlutverk í We Will Rock You – Laddi og Króli á meðal leikara

Auglýsing

Nú hefur verið ráðið í öll hlutverk í söngleiknum We Will Rock You. Söngleikurinn verður frumsýndur í Háskólabíó 9.ágúst. Það verða einungis sýningar í ágústmánuði og því er takmarkaður fjöldi sýninga í boði.

Sjá einnig: Söngleikurinn We Will Rock You settur upp í fyrsta sinn á Íslandi

Opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn  voru haldnar þann 5.-7. júní síðastliðinn. Um það bil 200 manns skráðu sig til þátttöku og stóðu framhaldsprufur áheyrnarprufanna í um það bil tvær vikur. 

Í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir: „Fjölbreyttur hópur mætti til leiks, reynslumiklir og lærðir leikarar og söngvarar sem og áhugafólk. Það var gríðarlega gaman að sjá hvað allir stóðu sig vel. Erfitt var að velja úr þeim flotta hópi sem mætti en þó var ákveðið að gefa þeim Páli Sigurði, Berglindi Höllu, Kötlu Njálsdóttur og Kristni Óla, eða Króla, hlutverkin sem um ræðir. Ásamt þeim mun Laddi stíga á svið í Háskólabíó í ágúst næstkomandi. Þar að auki voru 16 einstaklingar valdir í kór og danshóp sýningarinnar.“

Auglýsing

Æfingar fyrir sýninguna munu hefjast þann 8. júlí næstkomandi og verður æft nánast daglega fram að frumsýningu þann 9. ágúst. Miðasala hefst á Tix.is þann 5 Júlí

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram