Cardi B þóttist gefa brjóst þegar hún opnaði MTV tónlistarhátíðina

Auglýsing

Rapparinn Cardi B kom í fyrsta sinn fram opinberlega síðan að hún eignaðist barn á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. Hún opnaði hátíðina með því að þykjast gefa verðlaunagrip brjóst.

Cardi B eignaðist barn með rapparanum Offset fyrr í sumar en áður hafði hún hætt við tónleikaferðalag sitt vegna óléttunnar.

Sjá einnig: Cardi B og Offset eignast stúlku

Cardi B mætti á svið með risa teppi og hélt því að einu brjósti sínu. Eftir ræðu sína tók hún verðlaunagrip úr teppinu við mikinn fögnuð áhorfenda.

Auglýsing

Cardi vann síðar um kvöldið þrjú verðlaun á hátíðinni, hún var valin besti nýi listamaðurinn, lagið I Like It sem hún gerði með Bad Bunny og J Balvin vann verðlaunin Lag sumarsins og þá fékk hún verðlaun fyrir samstarf sitt með Jennifer Lopez og DJ Khaled vegna lagsins Dinero.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram