today-is-a-good-day

Conor McGregor og Gunnar Nelson sendu Mjölnisfólki kveðju og við erum með myndbandið

Eins og Nútíminn sagði frá í dag flytur íþróttafélagið Mjölnir úr húsnæði sínu við Seljaveg í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíð á næsta ári. MMA fréttir greina frá því að sex salir verði í nýja húsnæðinu.

Mjölnir er tíu ára um þessar mundir og kynnti framtíðarstarf sitt í Öskjuhlíð í dag. Þar fullyrti Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, að aðstaðan yrði besta aðstaða til að iðka blandaðar bardagalistir í heiminum.

Á kynningunni var einnig spiluð kveðja frá bardagaköppunum og æfingarfélögunum Gunnari Nelson og Íranum Conor McGregor. Þeir undirbúa sig nú undir bardagakvöld UFC um næstu helgi. Horfðu á kveðjuna hér fyrir ofan.

Gunnar þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni en Conor McGregor er eflaust umtalaðasti bardagakappi heims um þessar mundir. Hann berst um titil um næstu helgi. McGregor hefur oft dvalið á Íslandi og æft í Mjölni og sagðist í kveðjunni ekki geta beðið eftir því að koma með beltið, sem hann hyggst næla í um næstu helgi, í Mjölni á næsta ári.

Auglýsing

læk

Instagram