Con­or rotaði Cerrone eft­ir 40 sek­únd­ur

Írski bar­dagakapp­inn Con­or McGreg­or hafði bet­ur gegn Don­ald „kú­reka“ Cerrone þegar hann sneri aft­ur í búrið í Ultima­te Fig­ht­ing Champ­i­ons­hip (UFC) í gær­kvöld, eftir 15 mánaða hlé. Bar­dag­inn fór fram í T-Mobile Ar­ena í Las Vegas.

Eftir stanslaus högg frá Conor í upphafi bardagans, tókst honum að rota Cerrone, en það tók Conor aðeins 40 sekúndur að sigra kúrekann. Dóm­ar­inn greip þá inn í, stöðvaði bar­dag­ann og dæmdi Con­or sig­ur með tækni­legu rot­höggi.

„Ég komst í sögu­bæk­urn­ar í kvöld. Ég setti met. Ég er fyrsti bar­dagakapp­inn í sögu UFC sem sigr­ar með rot­höggi í fjaður­vi­gt, létti­vigt og nú í velti­vigt – ég er mjög stol­ur af því,“ sagði McGreg­or eft­ir sig­ur­inn.

Auglýsing

læk

Instagram