Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík

Samfylkingin, Vinstri Græn, Píratar og Viðreisn mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson mun áfram gegna embætti borgarstjóra.

Nýi meirihlutinn boðaði til fréttamannafundar í Lautinni við Fjölbrautaskólann í Breiðholti klukkan 10:30 í morgun. Flokkarnir hófu viðræður í lok maí-mánaðar og tilkynntu í nótt um að  samkomulag hefði náðst um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.

Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar, verður formaður borgarráðs og Pawel Bartoszek úr Viðreisn verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata verður formaður borgarráðs fyrsta ár kjörtímabilsins. Þá verður Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, varaformaður borgarráðs og formaður í nýju ráði umhverfis- og heilbrigðismála.

Auglýsing

læk

Instagram