Demi Lovato sló tönn úr Jay Glazer

Auglýsing

Poppstjarnan og leikkonan Demi Lovato birti myndband á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hún segir frá því að hún sló tönn úr sjónvarpsmanninum Jay Glazer á æfingu, þrátt fyrir að hann væri með tannhlíf.

Glazer vinnur við sjónvarpsútsendingar Bellator MMA, sem er aðal keppinautur UFC, og hefur lengi sinnt umfjöllun um amerískan fótbolta. Hann rekur auk þess Unbreakable-æfingastöðina, þar sem Lovato æfir.

Lovato er tengd bardagaheiminum nokkrum böndum, en ásamt því að æfa hjá Glazer hefur hún bæði æft hnefaleika og brasilískt jiu-jitsu, mætir reglulega á UFC-viðburði og var í sambandi við Luke Rockhold, fyrrverandi millivigtarmeistara UFC.

Auglýsing

Við myndbandið skrifar Lovato meðal annars „sorry (not sorry)“, sem er vísun titil eins vinsælasta lagsins hennar og grínast með að spyrja þjálfarann hvenær fyrsti bardagi hennar sé á dagskrá. Það eru þó ekki miklar líkur á að hún hætti í popptónlistinni til að fara inn í búrið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram