Auglýsing

Dennis Rodman grét í beinni útsendingu eftir fund Donald Trump og Kim Jong Un: „Þetta getur ekki verið raunveruleikinn”

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu hittust í fyrsta sinn í Singapúr í nótt. Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman var fenginn í viðtal hjá CNN í tilefni þess en Rodman og Kim Jong Un eru góðir vinir. Rodman var einnig staddur í Singapúr í nótt.

Rodman hefur fimm sinnum heimsótt Kim Jong Un í Norður-Kóreu og í viðtalinu talar hann um að hann hafi fengið líflátshótanir í kjölfar síðustu heimsóknar sinnar.

„Ég gat ekki farið heim til mín, ég þurfti að fela mig í 30 daga. En ég bar höfuðið hátt, ég vissi að hlutirnir myndu breytast,” sagði Rodman sem bar derhúfu til stuðnings Trump í viðtalinu.

Rodman er einn af fáum einstaklingum úr hinum vestræna heimi sem hafa hitt og myndað samband með Kim Jong Un. Hann þekkir Trump einnig ágætlega en hann var þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump, Celebrity Apprentice, á sínum tíma.

Í viðtalinu lýsti Rodman Kim Jong Un sem stóru barni. Hann forðaðist einnig ítrekað spurningar um það hvort að Kim talaði eða skildi ensku.

Að sjálfsögðu var nóg af viðbrögðum á Twitter eftir þetta undarlega viðtal.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing