Edda Björk handtekin í kvöld

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld Eddu Björk Arnardóttur en hún verður framseld til Noregs þar sem hún mun mæta fyrir dóm. Málið snýst um börnin hennar en hún rændi þeim árið 2022, ásamt vellauðugum kærasta sínum, og flutti ólöglega til Íslands með einkaflugvél. Hún var ekki með forsjá yfir börnunum. Faðir barnanna fer einn með forsjá þriggja sona þeirra en þeir hafa lögheimili hjá honum í Noregi. Þessi forsjá var staðfest af bæði dómstólum á Íslandi og í Noregi.

Lögreglan lýsti eftir Eddu Björk í gær vegna norrænnar handtökuskipunar en samkvæmt upplýsingum sem Nútíminn hefur frá blaðamönnum í Noregi þá getur Edda Björk átt von á allt að sex ára fangelsisdómi í Noregi verði hún fundin sek.

Þungur dómur gæti beðið Eddu Bjarkar

Norsk lög fjalla alveg sérstaklega um atvik sem þessi en ef viðurlögin eru skoðuð kemur í ljós að Edda Björk gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm í Noregi ef hún verður fundin sek um barnsránið og alvarlega vanrækslu. Nútíminn hefur haft samband við saksóknarann þar ytra og er nú beðið eftir svari við því hvort embættið í Noregi sækist eftir hámarksrefsingu við brotinu.

Refsiákvæðin sem um ræðir taka bæði til greina ólöglegan flutning á ólögráða ungmenni og því getur fylgt, eins og áður segir, refsing vegna alvarlegrar vanrækslu á umönnun. Hvernig norska lögreglan lítur á brot Eddu er ekki vitað.

Edda Björk sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún sagði framsalsbeiðnina óljósa, sérstaklega í ljósi þess að ekki væri búið að ákveða dagsetningu á réttarhöldin. Samkvæmt heimildum Nútímans hafa dómstólar þar í landi ákveðið að bíða með útgáfu dagsetningu réttarhaldanna þar sem ekki var vitað hvenær laganna verðir myndu hafa hendur í hári Eddu Bjarkar sem fór huldu höfði á Íslandi ásamt börnum sínum.

Auglýsing

læk

Instagram