Auglýsing

Eiríkur Jónsson kallaði Fanneyju Birnu aðstoðarkonu Loga: „Fyrirgefðu Fanney“

Eiríkur Jónsson, ritstjóri tímaritsins Séð & heyrt, hefur beðið Fanneyju Birnu Jónsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðins, afsökunar á því að hafa kallað hana aðstoðarkonu Loga Bergmann. „Fyrirgefðu Fanney,“ segir Eiríkur á vef sínum.

Eiríkur birti færslu um Kryddsíld Stöðvar 2 á vef sínum á dögunum þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun að láta Loga stýra þættinum ásamt Fanneyju, sem hann kallaði aðstoðarkonu Loga. Hún er aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins en Eiríkur hefur leiðrétt færslu sína.

Á meðal þeirra sem gagnrýndu Eirík voru Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, sem sagði á Facebook-síðu ummæli hans sýna hvað við eigum langt í land.

Karl kallar þaulreynda fréttakonu, aðstoðarkonu annars karls. Urrr hvað við eigum langt í land. Opnum augun gagnvart því og styðjum feminíska baráttu. Þetta er ekki komið!

Eiríkur segist á Pressunni hafa misst eitthvað úr þættinum. „Aldrei heyrði ég í öðrum spyrli en Loga Bergmann og þegar ég sá Fanneyju Birnu aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins á skjánum þekkti ég hana ekki og hef ég þó hitt hana og þekki vel í sjón,“ segir hann á Pressunni.

„Kannski var það hátíðarhárgreiðslan sem olli þessu en að sjálfsögðu hefði ég átt að nafngreina hana. Hef breytt fréttinni í þá vegu og biðst innilega afsökunar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing