Ekkert nema skjár! – Apple kynnir nýjan iPad

Auglýsing

Tæknirisinn Apple hélt í dag kynningu í Howard Gilman óperuhúsinu í Brooklyn. Rétt rúmur mánuður er síðan fyrirtækið kynnti nýjar útgáfur af iPhone og Apple Watch en nú var röðin komin að iPad Pro, MacBook Air og smátölvunni Mac Mini. Nútíminn tók saman það helsta sem kynnt var.

Bless bless Home takki! – Nýr iPad Pro

Apple heldur sig við fagurfræði iPhone X, XS og XR með því að fjarlægja Home takkan og minnka ramman utan um skjáinn. Í stað fingrafaraskannans Touch ID kemur andlitskanninn Face ID.

Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi nýi iPad ennþá mjórri en forveri sinn en því miður þýðir það að heyrnatólatengið er horfið.

Auglýsing

Eins og við má búast er nýr iPad hraðvirkari en áður en Apple heldur því fram að hann sé hraðvirkari en 92% allra fartölva sem selst hafa seinustu 12 mánuði.

Þar að auki voru kynntir til leiks nýr Apple Pencil og nýtt lyklaborð fyrir iPad.

Minni og hraðvirkari – Ný MacBook Air

Ein vinsælasta fartölva fyrirtækisins fékk loksins almennilega andlitslyftingu.

Tölvan er nú 10% þynnri og 17% minni um sig en forveri sinn en heldur sömu skjástærð, 13.3 tommur.

Nýr „Retina” skjár, Touch ID fingrafaraskanni, nýtt lyklaborð og músarflötur, betra hljóð með nýjum hátölurum, rafhlaða sem Apple segir að endist „allan daginn” og uppfærður vélbúnaður sem gerir hana örugglega mjög hraðvirka.

Apple heldur áfram að reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að framleiða nýja Macbook Air aðeins úr endurnýttu áli.

Nú fáanleg í „geim gráum” – Ný iMac Mini

Mac Mini hefur vanrækt af Apple í allt of langan tíma. Nú er hún komin aftur og öflugri en nokkurn tímann áður.

Án þess að fara of mikið út í tæknileg atriði þá er hún með fullt af tengjum, nýtísku vélbúnaði og ódýrari en aðrar Mac tölvur.

Rétt eins og Macbook Air er hún aðeins framleidd úr endurnýttu áli.

Óvíst er hvenær þessar nýju vörur verða fáanlegar á Íslandi en Apple segir að forpantanir verði afgreiddar strax í næstu viku.

Heimild: Apple

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram