Elon Musk og Andrew Tate tjá sig um atvikið á Alþingi: „Wow, even Iceland“

Elon Musk, ríkasti maður í heimi og eigandi samfélagsmiðilsins X og hinn vinsæli en umdeildi áhrifavaldur Andrew Tate eru á meðal þeirra sem tjá sig um myndskeið sem fer eins og eldur í sinu um miðil Musk en þar sést þegar maður klifrar yfir handriðið á svölum Alþingis og hrópar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Maðurinn er sagður vera hælisleitandi en í skýringartexta við myndskeiðinu sem dreift er á samfélagsmiðlinum X er sagt að hælisleitendur hafi krafist húsnæðis og að ættingjar þeirra skyldu fluttir til Íslands.

Andrew Tate byrjar á að deila færslu þar sem umrætt myndskeið er birt og segir Evrópa sé „done“ – að Vestur-Evrópa sé 0% Evrópa í dag og að hvítum stelpum sé nauðgað og þær myrtar af hælisleitendum alla daga en að fréttamiðlarnir vilji ekki sýna það. Hann reyndar gengur svo langt að halda því fram að fréttum af umræddum nauðgunum og morðum sé kerfisbundið haldið frá almenningi.

Þá tekur hann til lönd eins og Pólland, Ungverjaland og Rómaníu og segir að ekki sé langt í að Austur-Evrópu verði komin í sama vesenog löndin í Vestur-Evrópu. Hann hinsvegar furðar sig á því að „vandamálið“ hafi teygt anga sína alla leið til Íslands.

Færsla Andrew Tate hefur svo vakið athygli Elon Musk sem skrifar athugasemd við hana og tekur undir með áhrifavaldinum og segir einfaldlega: „Wow, even Iceland“ – má þar leiða líkum að því að þarna eigi Elon Musk við straum hælisleitenda.

 

Auglýsing

læk

Instagram