Emilia Clarke og Kit Harington stödd á Íslandi við tökur á Game of Thrones

Auglýsing

Emilia Clarke, drekamóðirin Daenerys Targaryen í Game of Thrones og kollegi hennar Kit Harington, sem leikur Jon Snow í sömu þáttum, eru stödd hér á landi við tökur á Game of Thrones. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þáttaröðin sem unnið er að er sú áttunda í röðinni og jafnframt sú síðasta. Aðdáendasíðan Game of Photos birti þessa mynd í dag sem er sögð vera af þeim Emiliu og Kit.

https://twitter.com/gamofphoto/status/957955131328401408

Í frétt kemur fram að þetta sé í fjórða skipti sem tökur á Game of Thrones fara fram hér á landi með leikurum og tökuliði. „Heimsóknirnar hafa þó verið fleiri því íslenskt landslag hefur stundum verið notað í bakgrunni,“ segir þar.

Auglýsing

Loks kemur þar fram að endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna Game of Thrones nemi um 240 milljónum en það þýðir að tökuliðið hafi eytt yfir milljarði íslenskra króna hér á landi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram