Emilia Clarke og Kit Harington stödd á Íslandi við tökur á Game of Thrones

Emilia Clarke, drekamóðirin Daenerys Targaryen í Game of Thrones og kollegi hennar Kit Harington, sem leikur Jon Snow í sömu þáttum, eru stödd hér á landi við tökur á Game of Thrones. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þáttaröðin sem unnið er að er sú áttunda í röðinni og jafnframt sú síðasta. Aðdáendasíðan Game of Photos birti þessa mynd í dag sem er sögð vera af þeim Emiliu og Kit.

https://twitter.com/gamofphoto/status/957955131328401408

Í frétt kemur fram að þetta sé í fjórða skipti sem tökur á Game of Thrones fara fram hér á landi með leikurum og tökuliði. „Heimsóknirnar hafa þó verið fleiri því íslenskt landslag hefur stundum verið notað í bakgrunni,“ segir þar.

Loks kemur þar fram að endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna Game of Thrones nemi um 240 milljónum en það þýðir að tökuliðið hafi eytt yfir milljarði íslenskra króna hér á landi.

Auglýsing

læk

Instagram