Emmsjé Gauti fer hringinn í kringum landið á 13 dögum og kemur fram á 13 stöðum

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti notaði þennan föstudaginn 13. til að tilkynna að hann er á leiðinni í ferðalag í kringum landið sem mun taka 13 daga. Á ferðalaginu kemur hann fram á 13 stöðum og framleiðir 13 vefþætti sem birtast á vefnum emmsje.is.

Gauti hyggst koma fram á Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Karlsstöðum, Egilsstöðum, Vopnafirði, Mývatni, Húsavík, Blönduós, Sauðárkróki, Akureyri, Ísafirði, Flatey og Rifi. Í tilkynningu segist hann hafa gengið með þessa hugmynd í kollinum í þrjú ár.

„Loksins er þessi hugmynd að verða að veruleika. Ég er búinn að hafa hana í kollinum í 3 ár og búinn að reyna allskonar útfærslur á henni,“ segir hann.

„Niðurstaðan er þessi: Ég, Björn Valur og Hrafnkell Örn ætlum að túra hringinn kringum landið á þrettán dögum, við spilum á þrettán stöðum og ætlum að gera þrettán þátta netseríu um ferðalagið sem birtist á www.emmsje.is á meðan á ferðalaginu stendur.“

Auglýsing

Félagarnir leggja af stað 30. maí.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram