Fjórar fréttir sem sýna að hún Dorrit okkar er ekki jafn saklaus og hún virðist vera

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að upp komst um tengingar hennar við aflandsfélög í skattaskjólum. Þá hefur lögheimiliskráning hennar vakið upp spurningar en hún virðist hvergi eiga heima.

Einu sinni trúði þjóðin engu illu upp á Dorrit sem flakkaði um landið með Ólafi Ragnari í lopapeysu með bros á vör. Það hafa þó birst fréttir í gegnum tíðina sem benda til þess að hún sé ekki jafn saklaus og hún virðist vera. Hér koma fjórar.

 

4. Dorrit færir lögheimili sitt til Bretlands

Árið 2013 færði Dorrit lögheimili sitt til Bretlands. Hjón þurfa að vera að vera skráð á sama lögheimili samkvæmt lögum en samkvæmt frétt Fréttablaðsins á sínum tíma gengu flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn án athugasemda frá Þjóðskrá.

„Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London. Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila,“ sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari í Fréttablaðinu.

The Guardian greindi svo frá því á dögunum að Dorrit sé skráð utan lögheimilis í Bretlandi. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 takmarkar hún skattbyrði sína með því að haga skráningunni með þessum hætti.

3. Dorrit og Ólafur rifust í viðtali

9d62fd4fa48c4072_25

Dorrit sagðist hafa varað við efnahagshruninu á Íslandi lengi vel í viðtali við glanstímaritið Condé Nast Portfolio. Rifrildi Dorritar og Ólafs Ragnar í tímaritinu vakti talsverða athygli en hún lýsti því yfir að hún hafi beinlínis reynt að fá aðstoð vegna hugsanlegra efnahagserfiðleika árið 2006.

2. Dorrit í Panamaskjölunum

fd26c1a9cfdd6a2c_10

Reykjavík Media greindi frá því að Dorrit tengist minnsta kosti tveimur aflandsfélögum, samkvæmt gögnum sem uppljóstrarar létu Le Monde, Süddeutshe Zeitung og ICIJ í té; lekar sem kallast Swiss Leaks og Panama Papers.

Gögnin sýna engin lögbrot Dorritar og það er ekki ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. „Gögnin vekja engu að síður upp spurningar um hvort að forsetafrú Íslands hafi hagnast á aflandsviðskiptum foreldra hennar og hvort gerð hafi verið grein fyrir eignum hennar,“ segir í umfjöllun Reykjavík Media.

1. Innanhúshönnuðurinn Tiggy Butler fær nálgunarbann á Dorrit

9GA9g

Árið 2011 var Dorrit dæmd fyrir breskum dómstólum til að greiða innahúshönnuðinum, Tiggy Butler, þúsund pund í bætur vegna vatnsleka og fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn í íbúð hennar. Tiggy Butler fékk einnig nálgunarbann á Dorrit sem mátti ekki fara inn í íbúð hennar í tvö ár.

Samkvæmt Daily Mail sakaði Tiggy okkar konu einnig um áreiti, hótanir og fjandsamlega og dónalega framkomu. Loks vildi hún meina að Dorrit misnoti diplómatíska friðhelgi sína í deilum við sig.

Auglýsing

læk

Instagram