Auglýsing

Flóttamaður ber feiti frá Hamborgarabúllunni á veggi hjá Hrafni Gunnlaugssyni, sjáðu myndbandið

Flóttamaður frá Alsír hefur að undanförnu borið hamborgarafeiti á veggi húss kvikmyndagerðarmannsins Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga í Reykjavík.

Hann greindi frá þessu í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í kvöld. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Nú ilmar staðurinn eins og ein risavaxin hamborgarabúlla.

Hrafn skaut skjólhúsi yfir flóttamanninn þegar mikið rigndi um daginn en nú býr maðurinn í garðinum hjá Hrafni.

Maðurinn spurði Hrafn ítrekað hvort hann gæti ekki tekið til hendinni og stakk Hrafn þá upp á þessu verkefni.

Um er að ræða feiti sem myndast þegar hamborgarar eru steiktir á Tommaborgunum.

Hrafn sagði að steinarnir væru svo gráir og drungalegir á veturna. Hann hefði einn sinn prófað að bera olíu á steininn og varð hann mun fallegri fyrir vikið. Því ákvað hann að útvega sér olíu frá Tomma og lífga upp á veggina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing