Flugvél Icelandair lenti í Kanada vegna sprungu á framrúðu: „Flugmennirnir voru frábærir“

Auglýsing

Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. Um 160 farþegar voru um borð en þeir verða sóttir með flugvél frá Íslandi síðdegis. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að flugmennirnir hafi orðið varir við sprunguna þegar vélin var yfir Kanada, samkvæmt verklagi lendi þeir á næsta flugvelli.

Kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð í vélinni og lýsti atburðarásinni í beinni á Twitter síðu sinni. Hann segir að hlutirnir hafi gerst hratt og þrátt fyrir að atburðarásin hafi verið ógnvekjandi hafi flugmennirnir verið frábærir.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram