Gleðifréttir fyrir aðdáendur Game of Thrones: Forsöguþáttaröð byrjuð í framleiðslu

Sjónvarpsstöðin HBO hefur framleiðslu á forsöguþáttaröð vinsælu þáttanna Game of Thrones. George R.R. Martin, höfundur bókanna sem þættirnir eru byggðir á, og Jane Goldman, framleiðandi og handritshöfundur Kick-Ass og Kingsman myndanna,  skrifa handritið.

Nýja þáttaröðin mun gerast mörg þúsund árum áður en atburðirnir í Game of Thrones og fjallar hún um Hetjuöldina svokölluðu (Age of Heroes) og hvað gerðist þegar hún leið undir lok. Nokkrar söguhetjur þessa tíma, sem aðdáendur Game of Thrones þáttanna ættu að kannast við, eru ættfaðir Stark ættarinnar, Smiðurinn Bran, og ættfaðir Lannister ættarinnar, Lann hinn klári.

Þeir sem vilja vita meira um Hetjuöldina og atburði hennar geta horft á þetta myndband

Nú þegar hefur HBO gefið grænt ljós á prufuþátt og verður ákveðið hvort halda eigi áfram með framleiðslu þáttanna þegar hann er tilbúinn. Þættirnir munu þó ekki líta dagsins ljós fyrr en eftir lok þáttaraðanna um Game of Thrones, en lokaserían fer í loftið á næsta ári. Nýju þættirnir munu því ekki koma fyrir sjónir áhorfenda fyrr en í fyrsta lagi árið 2020.

 

Auglýsing

læk

Instagram