Fréttablaðið bjargaði Kaffi Vest: „Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur“

Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar, var þakklátur fyrir símhringingu frá blaðamanni Fréttablaðsins í gær. Húsnæði Kaffihússins að Melhaga 22 hafði verið sett á uppboð á vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag. Pétur kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær.

Pétur segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa vitað betur en að félagið hafi verið með allt sitt í skilum, forsvarsmenn félagsins hafi þó brugðist skjótt við og gert upp skuldina. Skýringin á því hvers vegna enginn kannaðist við skuldina var sú að bréfinu var troðið í vitlausan póstkassa sem tilheyrði læknastofunum sem voru áður í húsnæðinu.

„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ sagði Pétur sem var þakklátur blaðamanni Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram