Auglýsing

Fullur og dópaður skipstjóri Longdawn sá íslenska strandveiðibátinn sökkva en sagði stýrimanninum að sigla áfram

Rússneski skipstjóri flutningaskipsins Longdawn var bæði undir áhrifum áfengis og vímuefna þegar hann skipaði 2. stýrimanni að sigla áfram þó svo að honum hafi verið tilkynnt um árekstur við litla strandveiðibátinn Höddu. Það má teljast kraftaverk að íslenskur skipstjóri Höddu hafi komist lífs af. Bátnum hvolfdi og hann síðan sökk en hinn íslenski skipstjóri komst lífs af þar sem hann svamlaði í sjónum þar til honum var bjargað um borð í annað skip.

Hinn rússneski skipstjóri og stýrimaður hafa játað sök fyrir Héraðsdómi Reykjaness en atvikið átti sér stað norðvestur af Garðskaga þann 16. maí síðastliðinn. Það er mbl.is sem greinir frá.

Algjörlega óhæfur að stjórna risastóru flutningaskipi

Í fréttinni er greint frá því að dómur verði kveðinn upp í málinu á morgun en í ákæru málsins kemur fram að skipstjórinn, sem er fæddur 1983, hafi gefið 2. stýrimanni skipsins, sem er fæddur 1994, þau fyrirmæli um að halda áfram þrátt fyrir að stýrimaðurinn hafi upplýst skipstjórann um áreksturinn og að hann hafi talið sig hafa séð íslenska strandveiðibátinn Höddu vera að sökkva.

Það er ámælisvert, og rúmlega það, að stjórna svona ferlíki undir áhrifum.

Málið er hið ótrúlegasta en gat kom á íslenska strandveiðibátinn og hann síðan hvolfdi og maraði hálfur úr kafi. Mennirnir, sem líkt og áður hefur komið fram, eru báðir rússneskir ríkisborgarar og er þeim gefið að sök að hafa yfirgefið mann í sjávarháska og stofnað lífi skipstjóra Höddu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er skipstjórinn einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna og þannig verið algjörlega óhæfur að stjórna skipinu með fullnægjandi hætti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing