Fyrirsætan Ashley Graham stödd hér á landi

Bandaríska fyrirsætan Ashley Graham er stödd á Íslandi samkvæmt Instagram-síðu hennar en hún birti mynd af sér og vinkonum í Reykjavík þar sem hún segir „Við erum á Íslandi.“

Ashley er þekkt fyrir að vera mikil baráttukona fyrir líkamsvirðingu en hún er sjálf fyrirsæta í svokallaðri yfirstærð. Hún hefur prýtt forsíður tískutímarita eins og Vogue, Harper’s Bazaar og Elle og gefið út bók um líkamsvirðingu.

Ashley setti einnig myndir í Instagram Stories þar sem hún sést meðal annars gæða sér á kasjúhnetum og döðlum og myndband af sér og eiginmanni sínum, leikstjóranum Justin Ervin sem er líka með í för á landinu

Ashley setti þessa mynd á Instagram í gær og skrifaði við hana „Við erum á Íslandi“ en með henni á myndinni er meðal annars íslenska fyrirsætan Inga Erla Eiríksdóttir

View this post on Instagram

We’re in Iceland

A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) on

Inga setti einnig mynd af sér með Ashley Graham og föruneyti á Instagram þar sem hún segir gaman að fá að sýna þeim landið sitt

 

Auglýsing

læk

Instagram