Fyrrverandi kærasta kærir Hafþór Júlíus til lögreglu

Fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar hefur kært aflraunamanninn vegna nokkurra atvika í samskiptum þeirra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í Fréttablaðinu kemur fram að á meðal atvika sé meint frelsissvipting sem fjallað var um í blaðinu á laugardag. Lögregla var kölluð að heimili hans fimmtudagskvöldið 8. júní en í Fréttablaðinu kom fram að Hafþór hafi neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.

Hafþór hafnaði í samtali við Fréttablaðið ásökunum um ofbeldi en sagði að honum hafi brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. „Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna,“ segir í umfjöllun Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram