Geirvarta hverfur í nýrri útgáfu vinsællar barnabókar: „Jii hugsið ykkur ef lítil börn myndu sjá ber brjóst”

Auglýsing

Í nýrri útgáfu af vinsælu barnabókinni Ástarsaga úr fjöllunum hafa teikningar verið gerða upp á nýtt. Glöggir lesendur bókarinnar hafa tekið eftir því að á einni myndinni hefur geirvarta tröllkonunnar, sem var sýnileg í upprunalegu útgáfunni, verið falin.

Guðrún Helgadóttir skrifaði bókina sem hefur verið ein vinsælasta barnabók á Íslandi í áratugi. Hún kom fyrst út hér á landi árið 1981 og hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál.

Það var Hrafn Harðarson sem vakti athygli á hvarfi geirvörtunnar á Twitter. Mörgum finnst það vinna gegn hreyfingum á borð við #freethenipple og spyrja sig hvort kvenmannslíkaminn hafi breyst eitthvað frá fyrri útgáfu.

https://twitter.com/HrafnHardarson/status/1023942382985916422

Auglýsing

Ragnheiður Kristín bendir á að það sé kannski ekki það hræðilegasta í heimi að lítil börn sjái ber brjóst.

Sigþrúður Gunnarsdóttir er ritstjóri hjá Forlaginu bókabúð og sér um útgáfu bókarinnar. Hún segir að engin ákvörðun hafi verið tekin sérstaklega um að láta geirvörtuna hverfa.

Bókin sé gömul og upprunalega hafi hún verið unnin með allt annari tækni. Hún hafi verið prentuð eftir filmum sem glötuðust þegar dönsk prentsmiðja fór á hausinn á sínum tíma. Í dag sé ekki hægt að prenta gömlu myndirnar eins vel og þegar bókin kom fyrst út.

Brian Pilkington myndskreytir bókina og hann bauðst til þess að teikna allar myndir hennar upp á nýtt fyrir nýju útgáfuna fyrir árið 2018.

„Ef allar myndirnar í bókinni eru bornar saman má sjá að það er fjöldinn allur af smáum breytingum. Þetta eru allt nýjar myndir,” segir Sigþrúður í samtali við Nútímann.

„Þetta eru hans listrænu ákvarðanir og við vorum ekkert að hafa eftirlit með því sérstaklega,” segir Sigþrúður.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram