today-is-a-good-day

Guðni blekkti þjóðina með bónorði í beinni útsendingu: „Var alveg að krumpast inn í mér að einhver væri að trúa þessu“

Spaug Guðna Halldórssonar vakti athygli á föstudagskvöld en tíst sem hann setti á Twitter þar sem hann bað konu að nafni Arndís reyndist vera lygi. Tístið birtist á sjónvarpsskjá landsmanna í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini.

Guðni segir í samtali við Nútímann að það hafi verið einhverjir sem keyptu grínið. Hann hafi fengið nokkur símtöl og skilaboð eftir að tístið birtist á sjónvarpsskjánum.

„Ég var alveg að krumpast inn í mér að einhver væri að trúa þessu,“ segir hann.

Eftir að tístið birtist í þættinum baðst Guðni afsökunar á athæfinu og sagði að maður ætti ekki að leika sér að tilfinningum annara.

„Ég mun stíga til hliðar sem stjórnandi Tvittersíðurnar og hugsa minn gang og skammast mín. Internetið er ekki staður né stund fyrir sprell,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram