Guy Ritchie á landinu með David Beckham

Auglýsing

Leikstjórinn Guy Ritchie er staddur á Íslandi ásamt knattspyrnuhetjunni David Beckham. Ritchie kom með Beckham til landsins á miðvikudag og skellti sér með honum í veiðiferð í Norðurá í Borgarfirði í dag.

Sjá einnig: Beckham skellti sér í laxveiði: „Þeir duttu kannski úr leik á HM en ég elska Ísland”

Líkt og við greindum frá fyrr í dag birti David Beckham myndir úr veiðiferðinni á Instagram síðu sinni í dag. Þar má sjá þá félaga njóta lífsins með fjárfestinum Björgólfi Thor sem kom einnig með þeim til landsins.

Guy Ritchie er þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Snatch , Lock Stock And Two Smoking Barrels og Rock n’ Rolla. Á síðasta ári gaf hann út kvikmynd um Arthúr konung en David Bekham fór með hlutverk í þeirri mynd.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram