Vinsælast á Netflix á Íslandi – Bridgerton í brennidepli

Íslendingar hafa lengi verið duglegir að nýta sér úrvalið á streymisveitu Netflix. Eins og flestir neytendur sarpsins vita má finna þarna lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt.

Efst á baugi þessa vikuna er önnur þáttaröð í hinni stórvinsælu sjónvarpsseríu Bridgerton. Þættirnir fjalla um ástir og ör­lög Brid­ger­ton fjöl­skyldunnar og gerast í í­mynduðu Eng­landi hefðar­fólksins á ní­tjándu öld en þættirnir byggja á skáld­sögum Juli­a Quinn.

Vinsældarlisti Netflix uppfærist daglega en að svo stöddu samanstendur hann af 10 eftirfarandi titlum sem eru heitastir á Íslandi í dag:

1. Bridgerton

2. Is It Cake?

3. Taboo

4. Inventing Anna

5. The Adam Project

6. Pieces of Her

7. Top Boy

8. Black Crab

9. Formula: Drive to Survive S4

10. Bad Vegan

Auglýsing

læk

Instagram