Gylfi Sig fagnaði sigrinum á Króatíu með bragðaref í Ísbúð Vesturbæjar

Gylfi Sigurðsson fagnaði sigrinum á Króatíu í kvöld með því að skella sér á einn bragðaref í Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg. Í samtali við blaðamann Nútímans, sem var þar í sömu erindum, sagði hann að ferð í ísbúðina eftir leik væri ekki hefð hjá honum. Hann er aftur á móti á leið úr landi strax á morgun og því skaust hann í ísbúðina í kvöld.

Fyrir þau sem eru að velta fyrir sér hvað Gylfi fær sér í bragðarefinn þá er því auðsvarað: „Jarðarber, mars og snickers“. Nú er um að gera að feta í fótspor Gylfa og skella sér á einn bragðaref í kvöldsólinni.

Sjá einnig: Sex ástæður til að fá sér ís, prófaðu bragðarefsvélina ef þú getur ekki ákveðið þig

Ísland vann Króatíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði mark Íslands á 90. mínútu leiksins og sótt þar með þrjú gríðarlega mikilvæg stig.

Leikurinn var frábær frá upphafi til enda. Ísland er nú í öðru sæti í I-riðli með 13 stig, eins og Króatía sem er með hagstæðari markatölu. Næsti leikur Íslands er á móti Finnlandi 2. september.

Auglýsing

læk

Instagram