Lumar þú á frétt?

Nútíminn er án efa einn skemmtilegasti vefur landsins þar sem við fjöllum um fréttir, fólk og síðast en ekki síst mat. Þessi „heilaga“ þrenna hefur heldur betur slegið í gegn hjá ykkur, lesendum okkar, undanfarnar vikur og höldum við ótrauð áfram að birta áhugavert efni á vefnum hjá okkur.

Við værum ekkert án þeirra lesenda sem heimsækja vefinn okkar og því vildum við láta ykkur vita að þið getið haft áhrif á það sem við fjöllum um með því að hafa samband við okkur. Ef þú lumar á fréttaskoti, upplýsingum um áhugavert fólk, jákvæða hluti sem er verið að gera í samfélaginu okkar eða vilt deila með okkur gómsætri uppskrift úr þinni eigin uppskriftabók að þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur!

Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda okkur skilaboð á Facebook-síðu Nútímans og líka með því að senda okkur tölvupóst á ritstjorn@nutiminn.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Auglýsing

læk

Instagram