Halldóra bjargaði lífi barns í Boston: „Ég hugsaði bara: Þú verður að bjarga henni“

Auglýsing

Halldóra Guðjónsdóttir, flugfreyja hjá Wow Air, bjargaði lífi fjögurra ára barns í versluninni Primark í Boston í janúar. Þetta kemur fram á mbl.is.

Halldóra var stödd í versluninni þegar hún heyrði móðurina hrópa á hjálp eftir að litla stúlkan fór í öndunarstopp. Halldóra segir í samtali við Morgunblaðið að enginn nærstaddur hafi vitað hvernig ætti að bregðast við og að þjálfunin sem hún hefur fengið í skyndihjálp hafi komið sér vel.

„Þetta gerðist miklu hægar í höfðinu,“ segir hún í Morgunblaðinu.

Ég hugsaði bara: Þú verður að bjarga henni. Það er enginn annar að fara að gera það.

Halldóra segir í Morgunblaðinu að móðir barnsins hafi verið í mikilli geðshræringu. Halldóra byrjaði á að biðja um að hringt yrði á sjúkrabíl og hóf svo endurlífgun.

Auglýsing

Halldóra hnoðaði stúlkuna og blés þangað til hún byrjaði að anda og opnaði augun aðeins. Eftir 3-4 mínútur mættu sjúkraflutningamenn á svæðið. Viðbrögð Halldóru skiptum sköpum fyrir líf stúlkunnar en ef lengri tími hefði liðið hefðu áhrifin á heilastarfsemi hennar getað orðið alvarleg.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram