Auglýsing

Handteknir undir áhrifum með stolin skráningarnúmer og þýfi

Lögreglumenn stöðvuðu bifreið í Kópavogi í nótt en ökumaður hennar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ekki leið á löngu þar til það kom í ljós að bifreiðin var á röngum skráningarnúmerum auk þess sem ætlað þýfi fannst. Ökumaður og farþegi voru handteknir og gista nú fangageymslur.

Önnur verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru jafn misjöfn og þau voru mörg en samkvæmt dagbók embættisins voru 67 mál skráð í LÖKE-kerfið frá því klukkan 17:00 í gær og til 05:00 í morgun. Hér fyrir neðan má sjá verkefni lögreglunnar skipt niður eftir hverfum og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Einn maður handtekinn í hverfi í hverfi 101 vegna hótana, hann vistaður í fangageymslu sökum ástands

Ökumaður stöðvaður í almennu eftirliti í hverfi 108, við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn hafði ekki ökuréttindi, afgreitt á vettvangi

Tilkynnt um innbrot, skemmdarverk og þjófnað í hverfi 101, gerandi ókunnur

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tilkynnt um umferðaslys í hverfi 210, minni háttar meiðsli ökutæki fjarlægð af vettvangi með Krók

Tilkynnt um umferðaslys í hverfi 210, engin slys á fólki en eitthvert eignartjón

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103, afgreitt á vettvangi

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 201 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, á röngum skráningarnúmerum og ætlað þýfi í bifreiðinni, ökumaður og farþegi handteknir og vistaðir í fangageymslu

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 200, afgreitt á vettvangi

Tilkynnt uminnbrot og þjófnað úr heimahúsi í hverfi 111, gerandi ókunnur

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201, afgreitt á vettvangi

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Skráninganúmer tekin af bifreið vegna ógreiddra trygginga

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 110, minniháttar meiðsli, afgreitt á vettvangi

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing