Hatarar gefa út nýtt lag ásamt palestínskum listamanni – Sjáðu myndbandið

Auglýsing

Hatari sendi í gær frá sér nýtt lag ásamt palestínska tónlistamanninum Bashar Murad. Lagið og myndband við það birtist á netinu í nótt en hægt er að sjá myndbandið hér að neðan.

Myndbandið er að hluta til tekið upp í Palestínu. Matthías og Klemens eru klæddir í sömu hvítu föt og þeir voru klæddir í þegar póstkort Íslands í Eurovision var tekið upp.

Bashar Murad sem tekur þátt í laginu með hljómsveitinni er palestínskur popplistamaður sem er opinberlega hinseginn. Hann hefur talað um það að Ísrael réttlæti hernámið með þeim rökum að í Palestínu ríki miklir fordómar í garð hinsegin fólks en slíka réttlætingar eru honum þvert um geð.

Lag þeirra heitir Klefi eða Samed og má hlusta á hér:

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram