today-is-a-good-day

Hitabylgja í Reykjavík í næstu viku

Höfuðborgarbúar geta sammælst um það að þessar fyrstu vikur júnímánaðar hafa verið töluvert sólríkari og betri en á svipuðum tíma í fyrra. Eins og Vísir greindi frá eru sólarstundir, þ.e. hversu lengi sól sést á lofti, strax orðnar 15 talsins sem af er sumrinu en töldu þær ekki nema 70 allt sumarið í fyrra.

Að sögn Hrafns Guðmundssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands lítur veðurspá næstu viku vel út. Hrafn segir að vikan verði þétt setin björtum og líflegum dögum. Hann telur að allir landsmenn fái að njóta góðs af þeirri gulu en hitinn í flestum landshlutum munn að öllum líkindum vera í og yfir 20 gráðum.

Yfir þessu ætti fólk flest að gleðjast segir Hrafn en bætir við að óvíst sé hvort hitabylgja næstu viku verðir langlíf og hversu mikill hiti fylgi henni. Útlit er fyrir ágætis hitabylgju, þó hitinn fari ekki yfir 26-27 gráður.

Hrafn segir að þriðjudagurinn verði góður og að hitinn verði í kringum 20 gráður en fer svo hækkandi með miðvikudegi og fimmtudegi, en á fimmtudaginn á hitinn að fara yfir 20 gráðurnar á suðvesturhorni landsins.

Auglýsing

læk

Instagram