today-is-a-good-day

Icelandair fellir niður grímuskyldu í dag – Áfram grímur til Ameríku

Íslenska flugfélagið Icelandair hefur tilkynnt að farþegar þurfa ekki lengur að bera grímur í flugvélum félagsins, frá og með deginum í dag. Áfram þarf þó að bera grímur í flugum til Bandaríkjanna, Kanada, Parísar og Zurich.

Frá og með deginum í dag verður grímunotkun valkvæð hjá Icelandair og hvetja heilbrigðisyfirvöld farþegar áfram til að ganga með grímu um borð, einkum þegar ekki er hægt að tryggja hæfilega fjarlægð milli farþega.

Icelandair hefur uppfært reglur sínar um grímuskyldu um borð í flugvélum á áðurnefndum flugleiðum og má sjá þær hér fyrir neðan:

 

Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér þegar þeir ganga um borð, í gegnum allt flugið og þegar þeir ganga frá borði. Farþegar mega taka af sér grímuna tímabundið til að neyta matar og drykkja. Við ráðleggjum farþegum okkar að gæta að sóttvörnum og nota handspritt.

Grímuskylda barna

  • Börn sem eru yngri en 2 ára eru undanþegin þessari reglu í flugi til og frá Bandaríkjunum. 
  • Börn 10 ára og yngri eru undanþegin reglunum í flugi til eða frá Evrópu  
  • Börn undir 6 ára aldri eru undanþegin þessari reglu  í flugi til og frá Kanada. 

Undantekningar á grímunotkun

Farþegar sem geta ekki gengið með grímur af heilsufarástæðum eða vegna fötlunar, verða að hafa meðferðis gilt vottorð frá lækni til að sýna við innritun og við inngöngu í vélina. Við biðjum þessa farþega okkar að láta áhöfnina vita þegar gengið er um borð. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuverið okkar til að fá nánari upplýsingar.

Auglýsing

læk

Instagram