Icelandair hætt að bjóða upp á baguette með skinku og osti: „Eina sem ég borðaði í flugi með þeim“

Auglýsing

Flugfélagið Icelandair mun ekki bjóða upp á baguette með skinku og osti í flugum sínum í sumar og óvíst er hvenær gestir flugfélagsins geti aftur notið þess aftur um borð í vélum flugfélagsins.

Guðjón Arngrímsson, fjölmiðlafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Nútímann að þrátt fyrir að baguettið sé horfið á braut sé enn nóg í boði fyrir farþega og það komi alltaf eitthvað nýtt í staðinn fyrir það sem dettur út.

Sjá einnig: Flugþjónn Wowair lét farþega gleyma seinkun með því að leika Magnús Hlyn

„Við skiptum reglulega um matseðil og nýr matseðill er alltaf byggður á vinsældum og vilja farþega. Við þróum þá jafnt og þétt í takti við það sem viðskiptavinurinn vill,” segir Guðjón.

Íslendingar hafa tekið fréttunum illa en viðbrögðin á Twitter hafa ekki staðið á sér. Brynhildur Bolladóttir vakti athygli á málinu

Auglýsing

Guðjón segir að þrátt fyrir að Baguettið sé horfið á braut sé nóg í boði fyrir viðskiptavini og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Matseðil Icelandair má skoða með því að smella hér en þar er meðal annars að finna pítsu, samlokur, hamborgara, núðlur og vegan falafel.

Valþór Ásgrímsson kallar eftir því að einhver setji af stað undirskriftalista til þess að fá baguettið til baka á matseðilinn

Aðspurður að því hvort að baguettið muni nokkurn tíma snúa aftur á matseðilinn segir Guðjón að hann sé ekki viss en að hann vilji þó ekki útiloka það.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram